Monday, February 13, 2006

Fullt tungl í dag

Jahérna hér, ég er veik. Eða eins og sumir segja down with the sickness.
Ég heyri uþb 1/4 af eðlilegri heyrn, það er glatað. Ég er ekki jafn neikvæð í dag og þessi skrif mín hljóma!
Helgin var nokkuð ljúf. Græddi peninga á föstudaginn og laugardaginn en vegna mikilla veikinda í vínbúðinni var ég beðin um að mæta. No problemo-alltaf til í að vinna mér inn aura. Er svo hrikalega dugleg að eyða þeim allavega.
Skellti mér í heimsókn á Njálsgötuna um föstudagskvöldið-vel heppnað í alla staði.
Svo brunaði ég austur til Verahvergis á laugardaginn í innflutningsteiti, ég skemmti mér ágætlega þar. Reyndar varð ég fyrir óþarfa áreiti af hálfu Margrétar. Þarna sat ég í makindum mínum að fylgjast vel með samræðum og hegðun ölvaðs lýðs þegar hún baunar á mig að ég megi alveg fara heim. Því miður var ég nýbúin að hugsa með sjálfri mér að ég ætti að fara að koma mér heim en þarna setti hún mig í félagslega klemmu og ég varð að vera lengur.
Svei Margrét!
Ég ákvað samt eftir ca 3 mínútur að fara bara samt. Ég var víst búin að vera nógu lengi til að vera ekki dónaleg þrátt fyrir að ég færi.

Heimsóknir eru flókið ferli.
Annars vil ég minna á það að í dag er víst fullt tungl, varið ykkur extra vel því á öllum hættum í dag.

1 Comments:

Blogger margrét said...

ekki ætlaðistu til að þú fengir að vera þarna mikið lengur. Ég var meira að segja búin að stoppa Bubba 2x í að fleygja þér út...
neinei, komdu sem oftast í heimsókn og vertu ávallt velkomin:)

4:46 AM  

Post a Comment

<< Home