Tuesday, February 28, 2006

Vandinn við að vera Birna

Ég á við mjög nýstárlegt vandamál að stríða. Ok aðalvandamálið er ekkert mjög nýstárlegt, ég er ekki búin að vinna nóg í skólanum, sérstaklega ekki BA-ritgerðinni. Bara búin að hugsa voða mikið um hana. Þar liggur sumsé hundurinn grafinn, og þá á ég við nýstárlega vandamálið, ég er með of mikið af hugmyndum fyrir ritgerðina, hef ekki hugmynd um hvernig ég á að koma þessu niður í eitthvert samhengi. Tími ekki að sjá á eftir neinni hugmynd:) Þarf bara að hugsa aðeins meira um þetta!!

Seinnipartinn í dag er ég að fara á fund hjá vinstri grænum, ég er bara að fara af því að Þjóðbrók er að fara. Hef aldrei farið á neitt svona áður. Er tilbúin að vera á móti öllu því ég er svo mikið rebel. samt ekki...

Í gær fékk ég í hendurnar alveg undurfagra skó sem keyptir voru í Danaveldi. Mútta og Lea vissu eins og er að ég er einstaklega hrifin af öllu með hauskúpum á (reyndar held ég að langflestir viti það orðið) og lánuðu mér fyrir herlegheitunum. Þrátt fyrir peningaleysi verður maður að öðlast svona gripi. Vonandi tekst mér að setja inn myndina af skóm sem eru alveg eins nema að mínar hauskúpur eru hvítar.



Jæja, ætla að fara að koma mér í lærdómsgír enda ekki seinna vænna.

2 Comments:

Blogger margrét said...

juuu, fannstu jarðskjálftann?
en vildi bara benda á að ég var að kommenta á 2 næstnýjustu bloggin.
Er farin í heimsókn til Diddu, athuga hvort gamla hafi ekki lifað þetta af, hún er svo jarðskjálftahrædd náttla!

7:13 AM  
Blogger Birna Rún said...

Já já já, auðvitað fann ég skjálftann. Skrýtið samt að ég fann ekki commentin frá þér fyrr en núna.

6:22 AM  

Post a Comment

<< Home