Tuesday, March 07, 2006

Wie geht es?

Funduð þið jarðskjálftann???
Þetta er í eitt af fáum skiptum sem ég finn jarðskjálfta þannig að ég er að reyna að "vinna" sem flesta í þessu. 17. júní skjálftarnir fóru allir fram hjá mér, ég fann einn sem var eitthvert kvöldið en ég vaknaði aldrei upp við neina. Svo ég hafði engar skjálftasögur að segja. Leiðinlegt að vera útundan:(
Reyndar kom Sigrún S. með þrusu hugmynd, og það er að safna skjálftasögum. Þó að það væri ekki nema bara frá skjálftahrinunni í júní 2000. Því miður gæti ég ekki tekið þátt í því verkefni vegna fyrrnefnds skjálfta leysis.

Nú get ég sagt ykkur af skónum mínum, ég er ekki í þeim í dag. Það er of blautt úti fyrir þá. Margrét vogaði sér að gera grín að þeim, fannst þeir vera heldur aumingjalegir fyrir 5000 kr. Ég er algerlega ósammála og nú er Margrét komin á listann: lélegar jólagjafir!

Í gær ákvað ég að vera dugleg og fór í leikfimi, sem er svosum ekkert fréttnæmt nema að eftir að hafa spriklað sjálf í klst ákvað ég að prófa e-ð sem heitir jógalates. Hugsaði sem svo að það gæti ekki verið svo ólíkt jóga. I WAS VERY WRONG! Mikið erfiðari æfingar
Ég dó hægt eftir því sem leið á tímann. Og ég er með 0 jafnvægi svo ég hef verið ágætis skemmtiatriði fyrir hinar kvensurnar í tímanum.
En ég er samt að hugsa um að fara aftur. Því ég er með fáránlegar harðsperrur í líkamanum, held ég hafi notað vöðva sem hafa aldrei verið notaðir áður. Svo er konan sem kennir þessa tíma svo dásamlega amerísk. Fyndnast þegar hún, með sykursætu amerísku röddinni sinni, skiptir allt í einu yfir í þýsku. Finnst það passa betur við erfiða leikfimi tíma að segja: EIN, ZWEI, DREI, en að segja: "you are looking great girls!"

Nú ætla ég að fara að borða gómsæta nestið mitt. Samloka með miklum osti og pepperoni. Nammi namm

0 Comments:

Post a Comment

<< Home