Birna á Bessastaði
Það er víst kominn tími á smá blogg, eða svo finnst mér. Verð að halda "aðdáendunum" ánægðum. Ho ho
Sá mér til mikillar ánægju að búið er að leggja fram þingsályktunartillögu (ég veit ekkert hvað það er í rauninni, ætti kannski að fá grunnkennslu í pólitík hjá Bjögga frænda!) um að ef fólk vill gefa líffæri verði það merkt í ökuskírteininu þeirra. Þetta finnst mér næstum því vera nauðsynlegt. Veit ekki hvað ég leitaði lengi að spjaldi í veskið mitt sem segir að ég vil gefa líffæri ef eitthvað kemur upp á. Reyndar gaf ég Eyka líka svoleiðis spjald. Jú jú hann fyllti það samviskusamlega út og allt, svo spurði hann stuttu seinna hvort ég væri í alvöru svona hrædd að ferðast með honum. Hafði ekkert spáð í að við vorum á leið út úr bænum saman í fyrsta sinn.
Á eftir fæ ég í fyrsta sinn að sjá innviði Bessastaða, Þjóðbrók er ásamt Kuml (félagi fornleifafræðinema) að fara að heimsækja forsetann. Ég veit ekkert hvað mun eiga sér stað þarna, svo spurði ég fyrir í morgun um hvernig maður ætti nú að vera klæddur fyrir svona herlegheit. Niðurstaðan var eins og ég hélt: hversdaglega. Eini gallinn er bara að mér finnst mín hversdagslegu föt ekki vera nógu Bessastaðaleg, svo ég valdi aðeins snyrtilegri hversdagsföt. Mjög ólíkt mér að vera með svona fatavesen, en ég greip mig um daginn að því að vera með blokkara í hönd að fjarlæga hár. Ég er greinilega að verða "kvenlegri"
Spennandi ekki satt? Hver veit nema ég fari í hæla einhvern tímann á næstunni.
Ég verð sumsé að viðurkenna að ég er örlítið spennt að sjá hvað fer fram á svona samkundum. Planið var að þykjast ekkert til þessa koma, en ég er grynnri en það virðist vera.
Svo vona auðvitað að Dorrit verði líka á staðnum, annars er reynslan bara ekki sú sama.
Sá mér til mikillar ánægju að búið er að leggja fram þingsályktunartillögu (ég veit ekkert hvað það er í rauninni, ætti kannski að fá grunnkennslu í pólitík hjá Bjögga frænda!) um að ef fólk vill gefa líffæri verði það merkt í ökuskírteininu þeirra. Þetta finnst mér næstum því vera nauðsynlegt. Veit ekki hvað ég leitaði lengi að spjaldi í veskið mitt sem segir að ég vil gefa líffæri ef eitthvað kemur upp á. Reyndar gaf ég Eyka líka svoleiðis spjald. Jú jú hann fyllti það samviskusamlega út og allt, svo spurði hann stuttu seinna hvort ég væri í alvöru svona hrædd að ferðast með honum. Hafði ekkert spáð í að við vorum á leið út úr bænum saman í fyrsta sinn.
Á eftir fæ ég í fyrsta sinn að sjá innviði Bessastaða, Þjóðbrók er ásamt Kuml (félagi fornleifafræðinema) að fara að heimsækja forsetann. Ég veit ekkert hvað mun eiga sér stað þarna, svo spurði ég fyrir í morgun um hvernig maður ætti nú að vera klæddur fyrir svona herlegheit. Niðurstaðan var eins og ég hélt: hversdaglega. Eini gallinn er bara að mér finnst mín hversdagslegu föt ekki vera nógu Bessastaðaleg, svo ég valdi aðeins snyrtilegri hversdagsföt. Mjög ólíkt mér að vera með svona fatavesen, en ég greip mig um daginn að því að vera með blokkara í hönd að fjarlæga hár. Ég er greinilega að verða "kvenlegri"
Spennandi ekki satt? Hver veit nema ég fari í hæla einhvern tímann á næstunni.
Ég verð sumsé að viðurkenna að ég er örlítið spennt að sjá hvað fer fram á svona samkundum. Planið var að þykjast ekkert til þessa koma, en ég er grynnri en það virðist vera.
Svo vona auðvitað að Dorrit verði líka á staðnum, annars er reynslan bara ekki sú sama.
4 Comments:
halló. long time listener, first time caller.
::öhömm::
þingsálytunartillaga er það stórkostlega verkfæri sem alþingismenn geta griðið til þegar þeir vilja lýsa stefnu alþingis án þess að setja um það sérstök lög eða reglur.
þannig eru þingsályktunartillögur frá stjórnarandstöðunni gjarnan áskorun á ríkisstjórnina til að breyta einhverju. þingsályktunartillögur stjórnarliða eru frekar einstaka skoðun einhverra, sem ekki á sér hljómgrunn meðal alls þingflokksins eða meirihluta alþingis.
(á mannamáli, þá er þetta bara svona "mér finnst að við ættum að gera þetta, en þorum ekki að setja í lög strax")
Takk fyrir þetta, ég verð að viðurkenna að ég náði þessu ekki fullkomlega fyrr en ég sá mannamáls skilgreininguna...
ég skildi allt í fyrstu línunum, svo fór ég að heyra suð og datt svo aftur inn þegar ég las: "á mannamáli"
Takk fyrir fræðsluna.
Birna Rún: gæti þetta legið í undirmeðvitundinni, þetta með að vera DAUÐhrædd við að ferðast með Eika. (stend ekki í þessum stafsetningarvillum... sbr. Eyki...)
ég ætti kannski oftar að "tala" á mannamáli...
Post a Comment
<< Home