Friday, June 09, 2006

Hm helvíti

Jamm og já, það gerist nú ekki margt í lífi Birnu.
Er búin að vera að vinna alveg helling, en er í raun rétt að byrja vinnutörnina. Bitra ég er farin að sjá það fyrir mér að ég muni enda í lok sumars sem föl, bólugrafin, feit og geðveik manneskja eftir alla setuna við tölvuna. En ég ætla nú ekki að hangsa í vinnunni í allt sumar og vonandi kemst ég í smá sólarljós.

Ég er að verða að eigin mati þrusugóð í vinnunni, þarf sífellt að spurja minna og minna, bráðum veit ég allt! Haha kannski ekki. Mér finnst ég samt vera eini nýliðinn sem er eins og hauslaus hæna út um allt.

Fyrst ég er nú bara að tala um vinnuna ætla ég að halda því áfram. Það eru hvorki meira né minna en 6 sjónvörp í sjónmáli við mig. Og í dag var hm í þeim öllum, alveg sama hvert maður leit var e-r fótboltaleikur. Held reyndar að það hafi verið sýndir tveir leikir, svo endursýndur allavega einn og svo má ekki gleyma opnunarhátíðinni sem var allra fyrst. Þetta mun ég sennilega upplifa aftur og aftur og aftur næstu daga.

Annars er það helst að frétta að einkunn fyrir Ba er komin í hús, fékk 8. Það er svosum ágætt. Held að meðaleinkunnin mín sé þá í 8,16 sem er þrusugott.
Fyrst ég er nú að tala um útskrift má endilega einhver bjóða sig fram í að finna ógeðslega flott útskriftarföt á mig. Vantar að finna e-ð sem er sumarlegt, flott en ekki of flott og umfram allt, eitthvað sem ég get notað seinna!

Over and out
Birna

1 Comments:

Blogger margrét said...

Guði sé lof að HM er búið. Nú getum við aftur farið að njóta eðlilegs sjónvarps. En hvernig er það, má glápa á sjónvarp í vinnunni?

6:17 AM  

Post a Comment

<< Home