Sunday, April 30, 2006

Jó jó

Í gærkvöldi fór ég í ótrúlega sniðugt teiti. Þetta var hip hop partý á Njálsgötunni og ég skemmti mér alveg frábærlega. Reyndar fannst mér pínu leiðinlegt að ég skyldi ekki fatta að þegar Eva sagði að þetta væri hip hop partý, þá meinti hún það í alvöru.
Það var dj á staðnum sem spilaði fullt af rappi og hip hoppi, ég held ég hafi þekkt allt að 4 lög. Svona er ég með fjölbreyttan tónlistarsmekk! Svo var nú aðal skemmtunin að sjá alla útúrblingaða á því.
Stjáni var eins og ég sagði honum allavega tvisvar ótrúlega flottur, með buxurnar á hælunum og húfuna fyrir augunum. Svo sló Ingvar í gegn líka í körfuboltatreyju merktri sér og með e-ð skrifað á hnúana, ég nennti aldrei að sjá hvað það var.
Guðný var með blingið á hreinu og Eva engu síðri. Viktor sýndi smá viðleitni en fann ekki rapparann í sér.

Mest allt kvöldið reyndi ég að læra að gera East Coast og West Coast merki, en ég hef bara ekki fingraburðinn í slíkt. Ég er t.d ekki ein af þeim sem get gert star treck dæmið með puttana (held það sé örugglega star treck), þar sem puttarnir eru í sundur í miðjunni en saman tveir og tveir!

Mig langar í köku í dag, svona alvöru rjómatertu sull eins og maður fékk alltaf í "denn"

0 Comments:

Post a Comment

<< Home