Sunday, April 09, 2006

Eins dauði er annars brauð

Helgin var ágæt- ekki eins og best heldur eins og volg.
Ég er ekki andlega tilbúin fyrir svona mikinn hasar í einu, þegar mest var voru 17 manns í bústaðnum og yfirleitt allir að tala í einu.
En þetta var gaman og ég fór meðal annars í göngutúr um svæðið ásamt múttu.
Okkur tókst að finna ótrúlega spennandi kirkjugarð (reyndar var hann mjög áberandi og við þjóðveginn, en við fundum hann!)- ef ég fer einhvern tímann í framhaldsnám ætla eg að skrifa um legsteina. Mér er alveg sama þó það hafi þegar verið gert af öðrum.
Nú er ég hins vegar að vinna í því að ljúka þessari önn. Mig langar mikið frekar að sofa bara eða drekka mix.

1 Comments:

Blogger margrét said...

já ég skil þetta með legsteinana! Tók einmitt myndir af ótrúlega gömlum og merkilegum steinum í kirkjugarði í Reynihvammi (rétt hjá Vík í Mýrdal) um daginn...

4:58 PM  

Post a Comment

<< Home