Tuesday, March 21, 2006

Allir að fara á tónleika


Sumarbústaðaferðin heppnaðist ljómandi vel. Hörkustuð og fullt af nammi! Eitt það skemmtilegasta við ferðina var að finna bústaðinn. Það gekk eitthvað brösuglega hjá okkur. Það tókst þó að lokum eftir að við höfðum rúntað mikið í drullu og á misgóðum vegum. Eitt það fyndnasta sem við prófuðum var að fara yfir túnið hjá bóndanum. Guðný mundi allt í einu að hún er hrædd við hesta og hljóp skelfingu lostin frá þeim og á sama tíma gormaðist ég yfir hálft túnið því ég var að opna hlið/girðingu sem ég bjóst ekki við að væri svona vel strekkt.

Annars lítið að frétta. Stofan loksins tilbúin og svo er hljómsveitin Doomriders að spila í kvöld á Grand Rokk kl 21. Það kostar 1000 kr inn en það er ekki mikið fyrir eðal hljómsveitir eins og Doomriders, I Adapt, Myra og svo er ein hljómsveit í viðbót en ég man ekki hvaða hljómsveit það er.

Adios

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

sammála takk fyrir hörkuferð, það verður víst lítið um stofurúnt hjá okkur í kvöld því við erum að fara á tónleikana :)

5:57 AM  

Post a Comment

<< Home