Friday, March 17, 2006

Ég fer í fríið!


Já, það er komið að því. Eftir aðeins örfáar klukkustundir mun ég tölta hér upp stigana og út í bíl til Evu (ásamt sennilega fleirum) og við munum bruna af stað í Þjórsárdal.

Heil helgi bara með chickaz, þetta ætti að verða skrautlegt og skemmtilegt.
Að sjálfsögðu er búið að versla í dýrindis máltíð sem mun verða étin á laugardagskvöldinu. Annars eigum við eftir að gera stutt stans í Verahvergi að prófa Bónus þar. Ætli hún sé vinalegri en Bónus í Kópavogi? Reyndar fór ég einu sinni í Bónus í Njarðvík, hún var alveg eins og Bónus í Hafnarfirði. Mér fannst það frekar óþægilegt, gleymdi að ég væri í ylhýra Hafnarfirði þangað til ég kom út úr búðinni aftur. Einkennilegt að velja þessa leið, byggja eins hús og raða öllu eins inn í hana, en heyyyy það virkar kannski bara allt svona vel sem á uppruna sinn í Hafnarfirði??

Svo langar mig að koma með gátu svona í vikulokin:
Sá sem býr það til selur það
Sá sem kaupir það gefur það
Sá sem fær það veit ekki af því

6 Comments:

Anonymous Anonymous said...

im næt fatting this gát sko

4:12 AM  
Blogger margrét said...

OHH, hef eytt of miklum tíma í að fatta þetta. Fer að spyrja mömmu.

5:55 AM  
Anonymous Anonymous said...

Hæ Birna

Ég mæli með Bónus í Borgarnesi. Ótrúlega mikið úrval þar.
Eina sem mér datt í hug með gátuna er líkkistusmiður. Er það rétt hjá mér? eru verðlaun fyrir rétt svar?

Kveðja
Íris

5:33 PM  
Blogger Birna Rún said...

Íris gat rétt!!!
Verðlaunin eru að vera boðið í útskriftina mína (ef e-r verður)!!
Reyndar er þetta líkkista, ekki smiðurinn sjálfur, svo ég get dregið boðið til baka ef ég vil.

Ps:ég hef prófað Bónus í Borgarnesi

10:01 AM  
Anonymous Anonymous said...

hehe auðvitað meinti ég líkkista ekki smiðurnn. Greinilega verið eitthvað utan við mig, en ef þú býður mér ekki veislu þá gerist ég bara boðflenna;)

4:21 PM  
Blogger margrét said...

jaaaaaáá. Auðvitað...:p
líkkista

4:21 AM  

Post a Comment

<< Home