Thursday, April 20, 2006

Nú er í alvörunni sumar, gleðjist osfrv


gleðilegt sumar
ég hef ekki farið í skólann síðan 6. apríl. Engu að síður er ég að sinna honum. Ekki af krafti, en þó eitthvað.
Ég hef hinsvegar verið óvenju dugleg við að leggja kapal og horfa á sjónvarpið. Svo var ég að vinna í gær og hinn. Sakna þess ekkert sérstaklega, en samt gaman að vita að ég fæ nokkra þúsundkalla í viðbót um mánaðarmótin (reyndar fæ ég þessa ekki fyrr en í júní!, heimsku launatímabil)

Nú þarf ég að skrifa um barnamyndir, hver er annars ykkar uppáhalds íslenska barnamynd?
ég dýrkaði alltaf Jón Odd og Jón Bjarna, en ég fór að gráta yfir Benjamín Dúfu svo ég veit ekki...
Svo hélt ég alltaf að punktur punktur komma strik væri barnamynd, en svo er víst ekki! Mér fannst hún allavega vera mjög skemmtileg líka.

1 Comments:

Blogger margrét said...

Mér fannst líka Jón Oddur og Jón Bjarni æðisleg. Svo fór ég einu sinni á Ronju Ræningjadóttur (sænsk held ég) í bíó, það var æði.

4:20 AM  

Post a Comment

<< Home