Saturday, April 29, 2006

12:04

Var að koma úr prófi, gekk bara sæmilega að ég held. Komst að því að ég var ekki sú eina sem hafði ekki hugmynd um hvernig kynjaskipting rýmis var í grein Berbers. Samt var ég búin að lesa þessa grein. Nú er ég svo löt að ég nenni ekki einu sinni að kíkja í greinina að skoða þetta. Þetta voru líka bara 5%

Ég talaði hinsvegar heil ósköp um menningararf í tengslum við opinber söfn. Vona að svarið hafi verið jafn gott og mér sjálfri fannst.

Annars var þetta bara eins skemmtilegt og próf geta orðið. Prófdómarinn var allavega hrein snilld. Ég átti oft erfitt með að skella ekki upp úr. Eftir prófið sagði María mér einmitt að hún hefði því miður litið á mig þegar hún var að reyna að komast hjá því að hlæja og ég aðstoðaði víst ekki mikið.
Sem dæmi um skemmtileg heitin vil ég byrja að nefna að hann talaði með hreim. Það er ekki fyndið eitt og sér, en hann var að hhhhvaarta svo mikið í okkur að það varð gaman. Svo rak hann Bjarna út með vatnsglasið sitt, það má sko ekki vera með opin ílát inni.
Svo þegar hann var búin að kvarta (hhhvarta) nógu mikið sagði hann að nú mættum við hefja prófið og þar sem hann hefði tekið af okkur 4 mín fengum við að vera í prófinu til 12:04. Mjög sanngjarn maður þrátt fyrir ýmsa vankanta.
Í miðju prófi fór hann svo að laga til borðfætur hér og þar um stofuna. Ég var ein þeirra heppnu.

Sem betur fer var ég samt með eyrnatappa (ath, einn eyrnatappa) þegar hann var að japla á eplinu sínu. Hverjum dettur í hug að koma með epli í próf??

4 Comments:

Blogger ~ritarinn said...

epli eru vond. hýðið festist í gómum og maður endar átið svangari en áður.

1:29 PM  
Anonymous Anonymous said...

já hvað var málið með að hlaupa allt í einu út um allt og skrúfa borðfætur :D hann hefur fengið einhverja köllun...

1:43 PM  
Blogger Birna Rún said...

Ég veit allavega að fyrir mitt leyti tók ég meira eftir honum en vaggandi borðinu!
En með eplin er ég ósammála. Ég er reyndar mjög "pickí" á epli og þau þurfa að vera akkúrat ákveðið hörð og ákveðið safarík.

4:50 AM  
Anonymous Anonymous said...

skemmti mér alveg ótrúlega vel í þessu prófi það er nú alltaf sama glottið á þér Birna Rún ég vissi að ég mætti ekki líta á þig né Dagbjörtu en var alltaf að gjóa augunum og fara að flissa í hljóði. Kenni því líka um óhollu fæði í próflestri verð alltaf svo skrýtin af Pepsi Max þá eru nú skræld epli hollari fyrir jafn geðslag!

4:10 PM  

Post a Comment

<< Home