Monday, May 22, 2006

Áfram sæti!!!

Það er merkilegt hvað bloggið mitt deyr út á sama tíma og ég hætti að þurfa að læra. Vil þakka hamingjuóskirnar með ritgerðina en á sama tíma benda á að ég er ekki alveg búin enn. Var að fá ritgerðina aftur í hausinn og hef út vikuna að lagfæra og betrumbæta. Eftir að hafa fengið vægt taugaáfall yfir nafnleysi á ritgerðinni datt mér í hug : Komdu og skoðaðu í kistuna mína: Ímynd Íslands í auglýsingum. Ferlega þjóðfræðilegt finnst ykkur ekki? Terry er víst að vinna í því að færa þetta yfir á ensku akkúrat núna.

Svo eru sænskir þjóðfræðinördar komnir til landsins og Eydís náði að gabba mig til að halda fyrirlestur um ritgerðina. Ég nenni því engan veginn en geri allt fyrir fellow Grimm. (Vá hvað við erum miklir nördar við Eydís, samt er hún mikið meira nörd en ég svo það sé á hreinu!)

Nýja vinnan er rosa fín. Reyndar er mig farið að langa að fara að gera e-ð sjálf en enn sit ég bara og hlusta á símtöl og læri á kerfin sem eru notuð í þessum tölvum þarna. Ég ætti að geta byrjað að svara sjálf í símann í vikunni. Svo er ekki galið að vinnunni fylgja ýmis fríðindi eins og til dæmis glæsilegur sími sem ég get tekið myndir á. Ég veit barasta ekkert hverju ég á að taka myndir af. En ég finn e-ð, engar áhyggjur. Svo held ég að ég hafi náð að hámarka ást Eyka á mér, að minnsta kosti yfir júní mánuð en von er á sýn á heimilið sem þýðir aðeins eitt = Hm í fótbolti.

Ég hef ekkert á móti Hm, svo lengi sem það er sætt lið sem kemst áfram. Helst þarf besti gaurinn í liðinu að vera myndarlegur því ég hef tekið eftir að þeir eru myndaðir mest, það er að segja þessir sem þykja góðir.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

til hamingju með að vera næstum því alveg búin með ritgerðina ;) og já... mjög þjóðfræðilegt nafn, þú verður að opinbera þýðingu terry á því þegar hún er tilbúin ;)

6:01 AM  

Post a Comment

<< Home