Ég ætla að fá eina þykjustu ferð til tunglsins
Ég sá þetta og er ekki alveg búin að ákveða hvort mér finnist þetta vera stórfenglegt eða fáránlegt. Hann má eiga það hann Dímítri Popov að hann er með viðskiptavitið í lagi.
Veröld/Fólk | Morgunblaðið | 3.5.2006 | 05:30
Sýndarferðir seljast vel
Ferðaskrifstofan Perseus Tours í Moskvu selur ekki aðeins ferðir vítt og breitt um heim, heldur líka ferðir, sem aldrei eru farnar. Þær síðarnefndu kaupa þeir, sem vilja vinna sig í álit og sýnast stöndugri en þeir eru.
Fyrir góða ferðasögu greiða menn aðeins tíunda hlutann af því, sem raunveruleg ferð kostar, en eigandi ferðaskrifstofunnar, Dímítri Popov, sér um að útvega falska farmiða og brottfararspjöld og minjagripi frá viðkomandi landi. Þá er líka hægt að fá af sér mynd á Kínamúrnum eða á karnivali í Ríó og raunar næstum hvar sem er, að því er sagði í breska dagblaðinu The Times. Vegna þess hve Popov hefur góð sambönd sums staðar í útlandinu er stundum hægt að fá réttan stimpil í vegabréfið.
Popov segist selja um 20 "ferðasögur" á mánuði og þá til fólks, sem vill láta vini og kunningja halda, að það eigi nú eitthvað í handraðanum.
"Við seljum sýndarferðir, drauma, og þar með virðingu. Það vekur athygli þegar fólk segist nýkomið frá Brasilíu eða Kína og allt í einu er það orðið áhugaverðara en áður," segir Popov en hann útvegar fólki líka bæklinga með lýsingum á "áfangastaðnum", hótelum, veitingastöðum og því merkilegasta á hverjum stað. Síðan er það "ferðalanganna" að lesa sér til en þeim er ráðlagt að láta lítið fyrir sér fara meðan á "ferðinni" stendur.
Veröld/Fólk | Morgunblaðið | 3.5.2006 | 05:30
Sýndarferðir seljast vel
Ferðaskrifstofan Perseus Tours í Moskvu selur ekki aðeins ferðir vítt og breitt um heim, heldur líka ferðir, sem aldrei eru farnar. Þær síðarnefndu kaupa þeir, sem vilja vinna sig í álit og sýnast stöndugri en þeir eru.
Fyrir góða ferðasögu greiða menn aðeins tíunda hlutann af því, sem raunveruleg ferð kostar, en eigandi ferðaskrifstofunnar, Dímítri Popov, sér um að útvega falska farmiða og brottfararspjöld og minjagripi frá viðkomandi landi. Þá er líka hægt að fá af sér mynd á Kínamúrnum eða á karnivali í Ríó og raunar næstum hvar sem er, að því er sagði í breska dagblaðinu The Times. Vegna þess hve Popov hefur góð sambönd sums staðar í útlandinu er stundum hægt að fá réttan stimpil í vegabréfið.
Popov segist selja um 20 "ferðasögur" á mánuði og þá til fólks, sem vill láta vini og kunningja halda, að það eigi nú eitthvað í handraðanum.
"Við seljum sýndarferðir, drauma, og þar með virðingu. Það vekur athygli þegar fólk segist nýkomið frá Brasilíu eða Kína og allt í einu er það orðið áhugaverðara en áður," segir Popov en hann útvegar fólki líka bæklinga með lýsingum á "áfangastaðnum", hótelum, veitingastöðum og því merkilegasta á hverjum stað. Síðan er það "ferðalanganna" að lesa sér til en þeim er ráðlagt að láta lítið fyrir sér fara meðan á "ferðinni" stendur.
4 Comments:
þetta virkar! fólk heldur í alvörunni að ég sé í tékklandi!
haha hversu mikið þarf maður að borga fyrir svona langa ferð?
Hvað ertu annars að gera þér til dundurs á meðan?
greinilega að reyna fyrir sér sem fyrirsæta (ný mynd og alles:)
Hef annars verið að ná upp rúmlega vikulesningu af blogginu þínu.
Er þetta ekki rífandi sparnaður að þurfa bara að nota einn eyrnatappa?
...stundum geng ég fram af sjálfri mér í fyndni...
laukrétt. ég er orðinn fyrirsæta.
Post a Comment
<< Home