Wednesday, September 13, 2006

Ferðalýsing

Blogg einu sinni í mánuði, er það ekki hæfilegur skammtur?

Það hafa nú engin stórtíðindi átt sér stað á þessum mánuði. Það sem stendur hvað hæst upp úr er að sjálfsögðu förin til Nýju Jórvíkur sem var frábær í alla staði. Borgin er ekki jafn ógurleg og af er látið og kom það mér sennilega mest á óvart hversu lítil Manhattan er í raun. Það er að segja, hún tekur ekki mikið "gólfpláss" en húsin eru stór í miðri Manhattan, svo minnka þau og verða eldri og krúttlegri eftir því sem maður fer sunnar á eynna.
Við Rut tókum algjörlega túristapakkann á þetta, fórum í Empire State bygginguna þar sem markverðasti hluturinn sem ég sá var lítil kona sem ég er sannfærð um að hafi verið/sé norn. Hún var með staf með geitarhöfði og ALLT!
Svo fórum við m.a. í Staten Island Ferry og sáum Frelsisstyttuna, sem er minni en ég hafði gert ráð fyrir, kíktum við á magnaða sýningu sem heitir Bodies (já svona er að ferðast með hjúkrunarnema), versluðm eins og brjálæðingar, kíktum í tour bus sem fór m.a. í kvöldferð til Brooklyn og fórum á Vaxmyndasafnið og pósuðum með Hulk (við eigum segul því til sönnunar).
Við reyndum líka að vera ó-túristalegar og gerðum það sem við teljum að heimamenn geri, kíktum í bíó og keyptum okkur þar risastórt gos (svo stórt að ég hélt með báðum höndum og kláraði engan veginn þrátt fyrir að vera mikill gossvelgur), borðuðum á Mcdonalds (hey við urðum að prófa allavega einu sinni) og kíktum á Rancid tónleika sem voru vægast sagt stórfenglegir!

Hahaha ef það er e-r enn að lesa fær sá hinn sami hrós!

Annars langar mig að óska Eydísi til hamingju en hún átti víst þessa líku myndarlegu stelpu í fyrrinótt (12. september, 14 merkur). Til hamingju Eydís og litla barn með hvor aðra.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home