Wednesday, October 04, 2006

25 dagar í stórfengleika

ég ELSKA október
Aðallega vegna þess að þá á ég afmæli en mér finnst 29. október vera langbesti dagur íheiminum, ég meina, dagur sem snýst bara um mig?! (Reyndar hef ég kynnst aragrúa af fólki í gegnum tíðina sem á afmæli sama dag og ég en það er ekki jafn merkilegt og ég og því snýst dagurinn að mestu um mig...)

Um daginn var því skellt framan í mig að ég væri greinilega mjög satanísk í mér, en það er víst mjög satanískt að sjá ekkert athugavert við það að í heilan dag snúist allt um mann sjálfan. Reyndar væri ég fullgildur satanisti ef alla daga snerist allt um mig. Ég er víst svo slæm að vinum mínum er farið að kviða fyrir þessum merka degi allt að mánuði áður en að honum kemur. Segja að það sé svo erfitt að gera mér til hæfis? Þetta er fásinna svo ekki sé meira sagt. Það þarf bara að gefa mér e-ð fáránlega nördalegt eða asnalegt og mér er skemmt. Þetta má samt ekki fara út í of mikið glens, þá gæti ég móðgast.

Svo mögulega er frekar erfitt að gefa mér gjafir. En ég er ekki gjörn á að skipta gjöfum svo það ætti að vera vísbending líka um að ég þigg með glöðu.

Út í allt annað, mér hefur alltaf fundist október vera mest "spúkí" mánuðurinn. Þá er dimmt og kjörið að segja draugasögur. Það sama má segja um nóvember, des, jan og feb en það er eitthvað extra óhugnalegt við október. Mér finnst það til dæmis vera alveg ótrúlega spúkí að bráðum mun koma ekki bara föstudagurinn 13, heldur föstudagurinn 13. október.
Sem er mikið verra en föstudagurinn 13. janúar

Svo er það annað.... föstudaginn 13. október mun ég, ef allt gengur eftir, vera að að keyra út á landi, mögulega seint um kvöld í kolniðamyrkri til að fara í bústað. Ef það keyrir ljóslaus bíll framhjá mér/okkur ætla ég sko ekki að leyfa að hann verði blikkaður!

Nóg af ranti í bili

0 Comments:

Post a Comment

<< Home