Tuesday, October 17, 2006

Guns don´t kill people, people do

Ég lifði föstudaginn 13. af nokkurn veginn áfallalaust. Mér tókst reyndar að ganga upp í vagn 18 í stað 16 og uppgötvaði þegar ég var að bruna fram hjá Valsheimilinu að ekki væri allt með felldu í þessari för. Sem betur fer kom vinnufélagi minn hun Guðný Gréta mér til bjargar en hún sótti mig við Sprengisand svo ég kom ekki allt of seint í vinnuna.

Annars er ég bara skelfingu lostin yfir dagblöðunum og fréttunum í þeim undanfarið. Það er varla að maður leggi í að lesa þessar skelfilegu fréttir. Versta fréttin er án efa að einhverjum grasösnum finnst það vera góð hugmynd að lögreglan fái skammbyssur. Ég efast ekki um að það séu margir gangsterar þarna úti á götunum vopnaðir en þeir verða eflaust bara enn fleiri ef löggan fer að bera byssur líka.

En ég er víst búin að vinna í dag svo ég nenni ekki að skrifa meir

0 Comments:

Post a Comment

<< Home