Í hers höndum
Ég man ekki hvort ég var búin að kvarta hér undan herbergisleysi. Ástandið á Njálsgötunni hefur verið betra (reyndar verra líka) en við fengum þessa líka snilldarhugmynd að rífa niður vegginn á milli herbergjanna hjá mér og Rut. Þetta var reyndar bara e-r stoðgrind með spónarplötum og okkur var sagt af fagmanninnum Erlingi að það væri betra að vera með gips plötur, svona upp á hljóðeinangrun að gera.
Svona hefur þetta verið í næstum því mánuð en enn hefur ekki gefist tími til að fullklára verkið. Reyndar er skelfilega lítið eftir, það á bara eftir að setja upp eina plötuna og sparsla. Þetta væri e-ð sem við myndum alveg treysta okkur í að gera sjálfar nema að það á líka eftir að setja upp plötur í gluggann sem við vitum ekki alveg hvernig á manúvera.
Vona að við förum að geta rumpað þessu af. Keyptum nefnilega svo fallega gula málningu til að setja á nýja vegginn.
Svo fæ ég líka nýtt herbergi, ákváðum að skipta um herbergi en rúmið hennar Rutar er svo hátt að það kemst ekki svo auðveldlega inn í "mitt" herbergi.
Kannski drullast ég loksins til að koma mér almennilega fyrir núna, nennti aldrei að fullklára það síðast.
Þegar þessum framkvæmdum verður svo lokið verðum við svo eins og sannar prinsessur, með fataherbergi.
Svona hefur þetta verið í næstum því mánuð en enn hefur ekki gefist tími til að fullklára verkið. Reyndar er skelfilega lítið eftir, það á bara eftir að setja upp eina plötuna og sparsla. Þetta væri e-ð sem við myndum alveg treysta okkur í að gera sjálfar nema að það á líka eftir að setja upp plötur í gluggann sem við vitum ekki alveg hvernig á manúvera.
Vona að við förum að geta rumpað þessu af. Keyptum nefnilega svo fallega gula málningu til að setja á nýja vegginn.
Svo fæ ég líka nýtt herbergi, ákváðum að skipta um herbergi en rúmið hennar Rutar er svo hátt að það kemst ekki svo auðveldlega inn í "mitt" herbergi.
Kannski drullast ég loksins til að koma mér almennilega fyrir núna, nennti aldrei að fullklára það síðast.
Þegar þessum framkvæmdum verður svo lokið verðum við svo eins og sannar prinsessur, með fataherbergi.
1 Comments:
Ég stóð í þeirri meiningu að ég hefði sett inn hérna "framkvæmdarkveðjur" um daginn... hér kom þær allavega!
Post a Comment
<< Home