Jóla-tryllingur
Ef það er enn til fólk sem kíkir á þessa síðu þá á það hrós skilið fyrir. Ég er afskaplega latur bloggari, sérstaklega miðað við það að ég sit við tölvu að minnsta kosti 40 tíma á viku, yfirleitt mun fleiri.
Ég er búin að vera að vinna eins og bavíani enda full þörf á miðað við hvað ég er klár í að eyða peningunum mínum í ekkert nytsamlegt. Sem dæmi má nefna að ég splæsti á mig nýrri tölvu. Þessi tölva er ferlega sæt en til þess að ég myndi ekki enda í ruglinu með voða sæta tölvu fékk ég vin minn Unnar með í leiðangurinn. Ég treysti því að hann hafi valið vel, en tölvan virkar í það minnsta stórfenglega.
Svo eru það auðvitað allar þessar gjafir, úff púff, er búinn að versla næstum allar, þarf að versla 10 gjafir allt í allt. Á núna bara eftir að versla handa mömmu, Bigga, Stjána og Ólöfu Jónu. haha semsagt ég á eftir 40% af gjafakaupunum.
Reyndar er ég búin að velja næstum allar gjafirnar og þarf bara að drulla mér af stað í leiðangurinn að versla þær.
Annars er ég hinn dæmigerði Íslendingur um jólin, ætla mér alltaf að gera alveg fáránlega margt á frekar litlum tíma. Langar t.d. til að baka, ganga frá drasli heima, fara á sorpu, skreyta meira, senda kort, pakka inn gjöfunum, fara á kaffihús, hitta stelpurnar úr skólanum (við erum einmitt ekki búnar að hittast síðan í september en viljum auðvitað endilega hittast núna fyrir jólin), rölta um bæinn ofl ofl ofl.
Það er samt mjög spes að vera ekki í skóla og þar af leiðandi í prófum fyrir jólin. Finnst ég hafa endalausan tíma til að gera allt og ekkert. Samt geri ég nú minnst af því, enda venjan hjá mér að tala bara um hlutina og gera sem minnst af þeim...
Langar líka að bæta því við að jólasveinarnir eru greinilega enn hrifnir af mér, fæ í skóinn á hverjum morgni, á reyndar enn eftir að kíkja hvað ég fékk síðustu nótt.
Ég er búin að vera að vinna eins og bavíani enda full þörf á miðað við hvað ég er klár í að eyða peningunum mínum í ekkert nytsamlegt. Sem dæmi má nefna að ég splæsti á mig nýrri tölvu. Þessi tölva er ferlega sæt en til þess að ég myndi ekki enda í ruglinu með voða sæta tölvu fékk ég vin minn Unnar með í leiðangurinn. Ég treysti því að hann hafi valið vel, en tölvan virkar í það minnsta stórfenglega.
Svo eru það auðvitað allar þessar gjafir, úff púff, er búinn að versla næstum allar, þarf að versla 10 gjafir allt í allt. Á núna bara eftir að versla handa mömmu, Bigga, Stjána og Ólöfu Jónu. haha semsagt ég á eftir 40% af gjafakaupunum.
Reyndar er ég búin að velja næstum allar gjafirnar og þarf bara að drulla mér af stað í leiðangurinn að versla þær.
Annars er ég hinn dæmigerði Íslendingur um jólin, ætla mér alltaf að gera alveg fáránlega margt á frekar litlum tíma. Langar t.d. til að baka, ganga frá drasli heima, fara á sorpu, skreyta meira, senda kort, pakka inn gjöfunum, fara á kaffihús, hitta stelpurnar úr skólanum (við erum einmitt ekki búnar að hittast síðan í september en viljum auðvitað endilega hittast núna fyrir jólin), rölta um bæinn ofl ofl ofl.
Það er samt mjög spes að vera ekki í skóla og þar af leiðandi í prófum fyrir jólin. Finnst ég hafa endalausan tíma til að gera allt og ekkert. Samt geri ég nú minnst af því, enda venjan hjá mér að tala bara um hlutina og gera sem minnst af þeim...
Langar líka að bæta því við að jólasveinarnir eru greinilega enn hrifnir af mér, fæ í skóinn á hverjum morgni, á reyndar enn eftir að kíkja hvað ég fékk síðustu nótt.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home