Wednesday, April 11, 2007

Apríl

Ég er afspyrnu lélegur bloggari.

Apríl er stórkostlegur mánuður í alla staði. Í fyrsta lagi vegna þess að þá er að byrja að vora. Fyrsta sem ég heyrði í morgun á eftir vekjaraklukkuhljóðinu skelfilega (í alvöru þessi klukka er með stefi sem ég fæ á heilann til hádegis) var fuglatíst. Mjög sumarlegt
Svo er apríl líka frábær því það er páskafrí. Þrátt fyrir háan aldur fékk ég tvö páskaegg og það ekki í minni kantinum. Fékk aðstoð með að klára eitt en hitt er enn óklárað heima. Spurning um að brjóta það í skál svo ég freistist ekki til að éta það allt ein?
Síðast en ekki síst er apríl stórfenglegur mánuður því það er svo mikið frí. Af 30 dögum eru 16 vinnudagar! Og svo er ég líka að fara til Danmerkur með vinnunni í apríl sem er að sjálfsögðu gleðiefni.

Skiljanlega eru allir vinnufélagarnir spenntir að fara út saman og nefna allir mismunandi hluti. Það hvarflaði í smá stund að mér í gær að ég væri of mikill lúði þegar ég sá auglýsta ferð um Íslendingaslóðir í Danmörku. Af öllum stöðunum sem voru taldir upp vakti ekkert sérstakleg athygli mína fyrr en nefnt var: Íslendinga grafreitur.
Ég þarf að íhuga það að hætta að obsessa með kirkjugarði og legsteina því það er full morbid.

Gott í bili....

Thursday, December 14, 2006

Númer 2

Ætla að koma dyggum lesendum mínum á óvart með því að vera með tvö blogg tilbúin.

Það sem ég hef afrekað síðan í gær er að sofa, fara á sorpu, subway og í vinnuna. Í vinnunni beið mín konfektkassi frá "jólavini". Skemmtilegir svona leikir

Wednesday, December 13, 2006

Jóla-tryllingur

Ef það er enn til fólk sem kíkir á þessa síðu þá á það hrós skilið fyrir. Ég er afskaplega latur bloggari, sérstaklega miðað við það að ég sit við tölvu að minnsta kosti 40 tíma á viku, yfirleitt mun fleiri.

Ég er búin að vera að vinna eins og bavíani enda full þörf á miðað við hvað ég er klár í að eyða peningunum mínum í ekkert nytsamlegt. Sem dæmi má nefna að ég splæsti á mig nýrri tölvu. Þessi tölva er ferlega sæt en til þess að ég myndi ekki enda í ruglinu með voða sæta tölvu fékk ég vin minn Unnar með í leiðangurinn. Ég treysti því að hann hafi valið vel, en tölvan virkar í það minnsta stórfenglega.

Svo eru það auðvitað allar þessar gjafir, úff púff, er búinn að versla næstum allar, þarf að versla 10 gjafir allt í allt. Á núna bara eftir að versla handa mömmu, Bigga, Stjána og Ólöfu Jónu. haha semsagt ég á eftir 40% af gjafakaupunum.
Reyndar er ég búin að velja næstum allar gjafirnar og þarf bara að drulla mér af stað í leiðangurinn að versla þær.

Annars er ég hinn dæmigerði Íslendingur um jólin, ætla mér alltaf að gera alveg fáránlega margt á frekar litlum tíma. Langar t.d. til að baka, ganga frá drasli heima, fara á sorpu, skreyta meira, senda kort, pakka inn gjöfunum, fara á kaffihús, hitta stelpurnar úr skólanum (við erum einmitt ekki búnar að hittast síðan í september en viljum auðvitað endilega hittast núna fyrir jólin), rölta um bæinn ofl ofl ofl.

Það er samt mjög spes að vera ekki í skóla og þar af leiðandi í prófum fyrir jólin. Finnst ég hafa endalausan tíma til að gera allt og ekkert. Samt geri ég nú minnst af því, enda venjan hjá mér að tala bara um hlutina og gera sem minnst af þeim...

Langar líka að bæta því við að jólasveinarnir eru greinilega enn hrifnir af mér, fæ í skóinn á hverjum morgni, á reyndar enn eftir að kíkja hvað ég fékk síðustu nótt.

Tuesday, November 14, 2006

Síma-Birna

ég var búin að skrifa heilan helling af blaðri hér.

Svo svaraði ég nokkrum símtölum og fannst bloggið mitt leiðinlegt eftir það.
Þetta verður því allt í dag:

Saturday, October 21, 2006

Í hers höndum

Ég man ekki hvort ég var búin að kvarta hér undan herbergisleysi. Ástandið á Njálsgötunni hefur verið betra (reyndar verra líka) en við fengum þessa líka snilldarhugmynd að rífa niður vegginn á milli herbergjanna hjá mér og Rut. Þetta var reyndar bara e-r stoðgrind með spónarplötum og okkur var sagt af fagmanninnum Erlingi að það væri betra að vera með gips plötur, svona upp á hljóðeinangrun að gera.

Svona hefur þetta verið í næstum því mánuð en enn hefur ekki gefist tími til að fullklára verkið. Reyndar er skelfilega lítið eftir, það á bara eftir að setja upp eina plötuna og sparsla. Þetta væri e-ð sem við myndum alveg treysta okkur í að gera sjálfar nema að það á líka eftir að setja upp plötur í gluggann sem við vitum ekki alveg hvernig á manúvera.
Vona að við förum að geta rumpað þessu af. Keyptum nefnilega svo fallega gula málningu til að setja á nýja vegginn.
Svo fæ ég líka nýtt herbergi, ákváðum að skipta um herbergi en rúmið hennar Rutar er svo hátt að það kemst ekki svo auðveldlega inn í "mitt" herbergi.

Kannski drullast ég loksins til að koma mér almennilega fyrir núna, nennti aldrei að fullklára það síðast.

Þegar þessum framkvæmdum verður svo lokið verðum við svo eins og sannar prinsessur, með fataherbergi.

Tuesday, October 17, 2006

Guns don´t kill people, people do

Ég lifði föstudaginn 13. af nokkurn veginn áfallalaust. Mér tókst reyndar að ganga upp í vagn 18 í stað 16 og uppgötvaði þegar ég var að bruna fram hjá Valsheimilinu að ekki væri allt með felldu í þessari för. Sem betur fer kom vinnufélagi minn hun Guðný Gréta mér til bjargar en hún sótti mig við Sprengisand svo ég kom ekki allt of seint í vinnuna.

Annars er ég bara skelfingu lostin yfir dagblöðunum og fréttunum í þeim undanfarið. Það er varla að maður leggi í að lesa þessar skelfilegu fréttir. Versta fréttin er án efa að einhverjum grasösnum finnst það vera góð hugmynd að lögreglan fái skammbyssur. Ég efast ekki um að það séu margir gangsterar þarna úti á götunum vopnaðir en þeir verða eflaust bara enn fleiri ef löggan fer að bera byssur líka.

En ég er víst búin að vinna í dag svo ég nenni ekki að skrifa meir

Sunday, October 08, 2006

Heilagi dýfingamaður

Guðný var að kenna mér að minnka myndir og benti mér í leiðinni á að fá mér photobucket síðu. Þolinmæði mín þraut þegar ég var búin að setja inn nokkrar myndir frá teiti gærkvöldsins sem var með mjög skemmtilegt þema, skegg.

Ég tók mig einstaklega vel út ásamt genginu, endilega kíkið á síðuna, það er semsagt birnasa.
Hér er eitt dæmi