Friday, August 11, 2006

Blogg

Já, þetta er ekki búið að vera mikið blogg sumar... merkilegt.

Það er samt búið að vera alveg feikinóg að gera, m.a. búin að fara á Neskaupsstað á ótrúlega skemmtilega samkomu sem kölluð var Eistnaflug. Sagan segir að upphaflega hafi Stebbi hressi viljað kalla hátíðina: Líkfundur, en það vakti ekki mikla lukku á meðal íbúa Neskaupsstaðar. Sem dæmi um hversu hrikalega gaman var er þessi mynd:


Það ætti kannski að fylgja sögunni að enginn okkar man eftir því þegar myndin var tekin! Þessi ferð var farin um miðjan júlí.

Í lok júní útskrifaðist ég. Athöfnin tók langan tíma og er alveg jafn leiðinleg og látið er af. En veislan sjálf var frábær í alla staði og pabbi og Lolla stóðu sig eins og hetjur með matinn. Það fór að minnsta kosti enginn hungraður.

Þetta eru svona tveir helstu viðburðir sumarsins en það er þó margt annað búið að vera á seyði
*flutt á Njálsgötu, by með 3 öðrum, mamma kallar þetta kommúnuna
*Fylgist vel með Magna mínum i Rockstar
*við Eva erum búnar að slátra amk 3 púslum og í þessum rituðu orðum er hún að byrja á því 4 / 5 (við beiluðum á einu sem var drepleiðinlegt)
*Lea fékk bílpróf og ég upplifði að sitja með henni í bíl-til lukku með prófið
*enduruppgötvaði ást mína á Alanis Morissette
*Búin að ferðast með strætó í allt sumar og hjólaði heim úr vinnu í dag. Þeir sem þekkja mig vita hversu mikið afrek þetta er
*Hef hitt Eydísi alveg 2 í sumar, sem er afrek, höfum margsinnis reynt að hittast e-ð

Jæja búin að segja nóg í dag, þarf að fara að gera mig sæta og fína, framundan er stelpuhittingur. Gyða er að fara að flytja til Þýskalands og því kominn tími á hitting.

Svo er það bara New York eftir 2 vikur með Rut!