Monday, May 29, 2006

ekkert að segja en enn á lífi

í gær hélt ég að það væri ógeðslega gott veður og fór í sund, ég drapst næstum því úr kulda í lauginni, svamlaði um og hélt að hárið á mér væri frosið. Veit ekki hvort ég trúi gluggaveðrinu í dag...

Það er drasl hérna, ég veit ekki hvort ég eigi að taka til eða ekki!
Gott blogg?

Tuesday, May 23, 2006

ding dong

Kvót dagsins: Bíddu, ha, er þetta ekki í framtíðinni?

Því miður var það ég sem sagði þetta um einhverjar breytingar sem áttu sér stað um miðnætti í gær.
Ég er ekki svo skörp greinilega

Monday, May 22, 2006

Áfram sæti!!!

Það er merkilegt hvað bloggið mitt deyr út á sama tíma og ég hætti að þurfa að læra. Vil þakka hamingjuóskirnar með ritgerðina en á sama tíma benda á að ég er ekki alveg búin enn. Var að fá ritgerðina aftur í hausinn og hef út vikuna að lagfæra og betrumbæta. Eftir að hafa fengið vægt taugaáfall yfir nafnleysi á ritgerðinni datt mér í hug : Komdu og skoðaðu í kistuna mína: Ímynd Íslands í auglýsingum. Ferlega þjóðfræðilegt finnst ykkur ekki? Terry er víst að vinna í því að færa þetta yfir á ensku akkúrat núna.

Svo eru sænskir þjóðfræðinördar komnir til landsins og Eydís náði að gabba mig til að halda fyrirlestur um ritgerðina. Ég nenni því engan veginn en geri allt fyrir fellow Grimm. (Vá hvað við erum miklir nördar við Eydís, samt er hún mikið meira nörd en ég svo það sé á hreinu!)

Nýja vinnan er rosa fín. Reyndar er mig farið að langa að fara að gera e-ð sjálf en enn sit ég bara og hlusta á símtöl og læri á kerfin sem eru notuð í þessum tölvum þarna. Ég ætti að geta byrjað að svara sjálf í símann í vikunni. Svo er ekki galið að vinnunni fylgja ýmis fríðindi eins og til dæmis glæsilegur sími sem ég get tekið myndir á. Ég veit barasta ekkert hverju ég á að taka myndir af. En ég finn e-ð, engar áhyggjur. Svo held ég að ég hafi náð að hámarka ást Eyka á mér, að minnsta kosti yfir júní mánuð en von er á sýn á heimilið sem þýðir aðeins eitt = Hm í fótbolti.

Ég hef ekkert á móti Hm, svo lengi sem það er sætt lið sem kemst áfram. Helst þarf besti gaurinn í liðinu að vera myndarlegur því ég hef tekið eftir að þeir eru myndaðir mest, það er að segja þessir sem þykja góðir.

Monday, May 15, 2006

zorglúbb

Fyrsti dagurinn hjá OgVodafone búinn. Lofar góðu, en mikið rosalega þarf ég að læra mikið. en það hefst örugglega einhvern daginn
Fjúff
nenni ekki að segja meir eftir daginn í dag.
Birna Rún

Monday, May 08, 2006

Klikkhaus

Ég á að vera að skrifa, ég er ekki nógu aktíf þeim málum.

Svo þið fáið gamla mynd af kisunum, myndin var tekin þegar þau voru að rannsaka þvottavélina, eins freistandi og það var sleppti ég því að þvo þeim!

Wednesday, May 03, 2006

Ég ætla að fá eina þykjustu ferð til tunglsins

Ég sá þetta og er ekki alveg búin að ákveða hvort mér finnist þetta vera stórfenglegt eða fáránlegt. Hann má eiga það hann Dímítri Popov að hann er með viðskiptavitið í lagi.

Veröld/Fólk | Morgunblaðið | 3.5.2006 | 05:30
Sýndarferðir seljast vel

Ferðaskrifstofan Perseus Tours í Moskvu selur ekki aðeins ferðir vítt og breitt um heim, heldur líka ferðir, sem aldrei eru farnar. Þær síðarnefndu kaupa þeir, sem vilja vinna sig í álit og sýnast stöndugri en þeir eru.

Fyrir góða ferðasögu greiða menn aðeins tíunda hlutann af því, sem raunveruleg ferð kostar, en eigandi ferðaskrifstofunnar, Dímítri Popov, sér um að útvega falska farmiða og brottfararspjöld og minjagripi frá viðkomandi landi. Þá er líka hægt að fá af sér mynd á Kínamúrnum eða á karnivali í Ríó og raunar næstum hvar sem er, að því er sagði í breska dagblaðinu The Times. Vegna þess hve Popov hefur góð sambönd sums staðar í útlandinu er stundum hægt að fá réttan stimpil í vegabréfið.

Popov segist selja um 20 "ferðasögur" á mánuði og þá til fólks, sem vill láta vini og kunningja halda, að það eigi nú eitthvað í handraðanum.

"Við seljum sýndarferðir, drauma, og þar með virðingu. Það vekur athygli þegar fólk segist nýkomið frá Brasilíu eða Kína og allt í einu er það orðið áhugaverðara en áður," segir Popov en hann útvegar fólki líka bæklinga með lýsingum á "áfangastaðnum", hótelum, veitingastöðum og því merkilegasta á hverjum stað. Síðan er það "ferðalanganna" að lesa sér til en þeim er ráðlagt að láta lítið fyrir sér fara meðan á "ferðinni" stendur.

Tuesday, May 02, 2006

Sex and the city

ég er búin að vera að hugsa um þættina í morgun. Þessir þættir eru fáránlega góðir. Eins og ein vinkona mín sagði, þær hafa fjallað um öll möguleg breikup og sambands-vandamál í heiminum. When in doubt-horfið á!

Er að hugsa um að verðlauna sjálfa mig í lok annar með því að kaupa dvd boxið með öllum seríum. Held þetta eldist vel