Saturday, October 21, 2006

Í hers höndum

Ég man ekki hvort ég var búin að kvarta hér undan herbergisleysi. Ástandið á Njálsgötunni hefur verið betra (reyndar verra líka) en við fengum þessa líka snilldarhugmynd að rífa niður vegginn á milli herbergjanna hjá mér og Rut. Þetta var reyndar bara e-r stoðgrind með spónarplötum og okkur var sagt af fagmanninnum Erlingi að það væri betra að vera með gips plötur, svona upp á hljóðeinangrun að gera.

Svona hefur þetta verið í næstum því mánuð en enn hefur ekki gefist tími til að fullklára verkið. Reyndar er skelfilega lítið eftir, það á bara eftir að setja upp eina plötuna og sparsla. Þetta væri e-ð sem við myndum alveg treysta okkur í að gera sjálfar nema að það á líka eftir að setja upp plötur í gluggann sem við vitum ekki alveg hvernig á manúvera.
Vona að við förum að geta rumpað þessu af. Keyptum nefnilega svo fallega gula málningu til að setja á nýja vegginn.
Svo fæ ég líka nýtt herbergi, ákváðum að skipta um herbergi en rúmið hennar Rutar er svo hátt að það kemst ekki svo auðveldlega inn í "mitt" herbergi.

Kannski drullast ég loksins til að koma mér almennilega fyrir núna, nennti aldrei að fullklára það síðast.

Þegar þessum framkvæmdum verður svo lokið verðum við svo eins og sannar prinsessur, með fataherbergi.

Tuesday, October 17, 2006

Guns don´t kill people, people do

Ég lifði föstudaginn 13. af nokkurn veginn áfallalaust. Mér tókst reyndar að ganga upp í vagn 18 í stað 16 og uppgötvaði þegar ég var að bruna fram hjá Valsheimilinu að ekki væri allt með felldu í þessari för. Sem betur fer kom vinnufélagi minn hun Guðný Gréta mér til bjargar en hún sótti mig við Sprengisand svo ég kom ekki allt of seint í vinnuna.

Annars er ég bara skelfingu lostin yfir dagblöðunum og fréttunum í þeim undanfarið. Það er varla að maður leggi í að lesa þessar skelfilegu fréttir. Versta fréttin er án efa að einhverjum grasösnum finnst það vera góð hugmynd að lögreglan fái skammbyssur. Ég efast ekki um að það séu margir gangsterar þarna úti á götunum vopnaðir en þeir verða eflaust bara enn fleiri ef löggan fer að bera byssur líka.

En ég er víst búin að vinna í dag svo ég nenni ekki að skrifa meir

Sunday, October 08, 2006

Heilagi dýfingamaður

Guðný var að kenna mér að minnka myndir og benti mér í leiðinni á að fá mér photobucket síðu. Þolinmæði mín þraut þegar ég var búin að setja inn nokkrar myndir frá teiti gærkvöldsins sem var með mjög skemmtilegt þema, skegg.

Ég tók mig einstaklega vel út ásamt genginu, endilega kíkið á síðuna, það er semsagt birnasa.
Hér er eitt dæmi

Wednesday, October 04, 2006

25 dagar í stórfengleika

ég ELSKA október
Aðallega vegna þess að þá á ég afmæli en mér finnst 29. október vera langbesti dagur íheiminum, ég meina, dagur sem snýst bara um mig?! (Reyndar hef ég kynnst aragrúa af fólki í gegnum tíðina sem á afmæli sama dag og ég en það er ekki jafn merkilegt og ég og því snýst dagurinn að mestu um mig...)

Um daginn var því skellt framan í mig að ég væri greinilega mjög satanísk í mér, en það er víst mjög satanískt að sjá ekkert athugavert við það að í heilan dag snúist allt um mann sjálfan. Reyndar væri ég fullgildur satanisti ef alla daga snerist allt um mig. Ég er víst svo slæm að vinum mínum er farið að kviða fyrir þessum merka degi allt að mánuði áður en að honum kemur. Segja að það sé svo erfitt að gera mér til hæfis? Þetta er fásinna svo ekki sé meira sagt. Það þarf bara að gefa mér e-ð fáránlega nördalegt eða asnalegt og mér er skemmt. Þetta má samt ekki fara út í of mikið glens, þá gæti ég móðgast.

Svo mögulega er frekar erfitt að gefa mér gjafir. En ég er ekki gjörn á að skipta gjöfum svo það ætti að vera vísbending líka um að ég þigg með glöðu.

Út í allt annað, mér hefur alltaf fundist október vera mest "spúkí" mánuðurinn. Þá er dimmt og kjörið að segja draugasögur. Það sama má segja um nóvember, des, jan og feb en það er eitthvað extra óhugnalegt við október. Mér finnst það til dæmis vera alveg ótrúlega spúkí að bráðum mun koma ekki bara föstudagurinn 13, heldur föstudagurinn 13. október.
Sem er mikið verra en föstudagurinn 13. janúar

Svo er það annað.... föstudaginn 13. október mun ég, ef allt gengur eftir, vera að að keyra út á landi, mögulega seint um kvöld í kolniðamyrkri til að fara í bústað. Ef það keyrir ljóslaus bíll framhjá mér/okkur ætla ég sko ekki að leyfa að hann verði blikkaður!

Nóg af ranti í bili