Wednesday, April 11, 2007

Apríl

Ég er afspyrnu lélegur bloggari.

Apríl er stórkostlegur mánuður í alla staði. Í fyrsta lagi vegna þess að þá er að byrja að vora. Fyrsta sem ég heyrði í morgun á eftir vekjaraklukkuhljóðinu skelfilega (í alvöru þessi klukka er með stefi sem ég fæ á heilann til hádegis) var fuglatíst. Mjög sumarlegt
Svo er apríl líka frábær því það er páskafrí. Þrátt fyrir háan aldur fékk ég tvö páskaegg og það ekki í minni kantinum. Fékk aðstoð með að klára eitt en hitt er enn óklárað heima. Spurning um að brjóta það í skál svo ég freistist ekki til að éta það allt ein?
Síðast en ekki síst er apríl stórfenglegur mánuður því það er svo mikið frí. Af 30 dögum eru 16 vinnudagar! Og svo er ég líka að fara til Danmerkur með vinnunni í apríl sem er að sjálfsögðu gleðiefni.

Skiljanlega eru allir vinnufélagarnir spenntir að fara út saman og nefna allir mismunandi hluti. Það hvarflaði í smá stund að mér í gær að ég væri of mikill lúði þegar ég sá auglýsta ferð um Íslendingaslóðir í Danmörku. Af öllum stöðunum sem voru taldir upp vakti ekkert sérstakleg athygli mína fyrr en nefnt var: Íslendinga grafreitur.
Ég þarf að íhuga það að hætta að obsessa með kirkjugarði og legsteina því það er full morbid.

Gott í bili....