Jæja ég hef verið "klukkuð" tvisvar og það er víst kominn tími til að ég skelli þessu upp. Þetta er í boði Írisar og Margrétar
4 matarkyns sem ég held uppá.
*Áramótamaturinn í Hafnarfirði, purusteik og það verður að vera rjóma/epla salat með
*Kótilettur í grafarvoginum, ógeðslega óhollt en alveg hrikalega gott
*Humar í hvítlaukssmjöri að sjálfssögðu
*Pítsur, elska að velja eitthvað hrikalega gott ofan á, síðasta sem ég borðaði var með gráðosti, skinku, tómötum, hvítlauk, rauðlauk, cheddar ost og oregano (einnig þekkt sem florence!)
4 staðir sem ég hef unnið á.
*Landspítalinn við alveg fáránlega margt: í sérfæði (eldað fyrir ofnæmis- og anorexíusjúklinga), veisluþjónusta (þvílík ógrynni af heitu súkkulaði), uppvaskinu, kortaskrifstofu, mötuneytinu. Svo vann ég líka á Vífilsstöðum á Lungnadeild (ætti að skikka alla unglinga til þess, garanteað að þú reykir ekki eftir það)
*Dominos pítsa, Birna get ég aðstoðað
*Reyndi fyrir mér sem fóstra eitt sumarið. Komst að því að ég er ekki nægilega þolinmóð fyrir slíkt.
*Bæjarvinnan, eitt sumar sem flokkstjóri á Miklatúni. Ó ljúfa líf. Það var svo gott veður að oft vorum við að rúnta um á gólfbílnum að vökva blómin.
4 bíómyndir sem ég get horft á aftur og aftur.
*Billy Madison, ég get flutt heilu atriðin.
*Toy Story
*Nonni og Manni -eru það þættir eða mynd? Allavega ég horfði fáránlega oft á það sem krakki og gæti alveg hugsað mér að horfa á þetta aftur. sjá hvort ég hati Magnús enn jafn afdráttarlaust
*Pretty woman, fyrst ég er farin að rifja upp myndir sem ég horfði oft á. Einhver sagði mér að eftir að myndin kom út hefðu ótal stelpur flykkst út til að gerast hórur, trúðu því að e-ð gott myndi hafast upp úr því!
4 staðir sem ég hef heimsótt í fríi.
*Færeyjar, magnað frí sem ég fékk 2 einingar út úr
*Þýskaland, sennilega hafði ég einna mest gaman af bænum sem var dauður á sunnudegi þrátt fyrir að risastórt festival væri í næsta nágrenni. Hef ekki grænan um nafnið á bænum
*Portúgal, ljúf vika í chilli með Eyka
*Kópasker á hverju sumri frá 0-13 ára. Margt brallað þarþ (Hér gæti ég nefnt mikið fleiri en 4 staði, langar að bæta við Bretlandi í öll skiptin því þau voru öll frábær)
4 sjónvarpsþættir sem falla mér í geð.
*Oc, OMG það er að byrja þriðja sería í kvöld. Get varla beðið
*CSI Vegas, ég fýla Grissom
*Scrubs, ótrúlega góður húmor. Svo fer manni að finnast JD vera voða sætur ef maður horfir nóg á þetta.
*Prison Break, fyrir utan að vera ótrúlega, fáránlega spennandi eru þrír fáránlega heitir menn í þessum þáttum. Já, útlit skiptir mig máli í sjónvarpsþáttum, gríðarlega miklu máli.
4 staðir sem ég vildi helst vera á núna.
*ég er alveg sátt við að vera í tölvunni með Eyka sofandi rétt hjá mér, voða kósý stemmmning
*Útlönd, helst e-r staður sem ég hef aldrei komið á.
*Spila í Reykásnum
*Væri til í að vera komin upp í skóla, finnst leiðinlegt að keyra þangað
4 síður sem ég skoða oft -ekki blogg
*taflan.org
*mbl.is
*myspace.com
*kbbanki.is
4 bækur sem ég hef lesið oft.
*Hús andanna -heil veröld út af fyrir sig. (sama svar og Margrét en satt engu að síður)
*Folkloristics-kennslubók sem ég opna reglulega til að komast að einhverju, rifja upp eða vitna í
Kannski er ég klikkuð en ég les bækur yfirleitt bara einu sinni! Hef ekki lesið bók oft síðan ég var krakki!
*Maj Darling (hrikalega sorgleg unglingasaga)
*Dagbækurnar hans Dodda, stal þeim úr herberginu hennar Margrétar. Mjög skemmtilegar
Fjórir staðir sem ég hef búið á:
(vá má ég bara telja upp fjóra???)
*Arnarhraun 15, bjuggum nokkuð lengi þar, ég var allavega með eigið herbergi sem var mikill kostur
*Skaftahlíð 32, ein sú flottasta íbúð sem ég hef búið í. Leið alltaf mjög vel þar
*Kjarrberg 3, ég átti heima þar í 9-10 ár, nýtt met
*Álfaskeið, nefni það því ég man nokkra hluti þaðan. Meðal annars þegar ég var föst í eldhúsinu grátandi því ég hélt að margfætlan sem var á töltinu þarna inni, væri sporðdreki sem ætlaði sér að drepa mig.
Jæja þetta tókst á endanum, nú þarf ég víst að skora á fólk líka að fylla svona út.
Verst að ég held að allir sem ég þekki séu komnir með svona.
Prufa samt Leu og Eydísi aftur-ég vil sjá svona frá henni