Tuesday, February 28, 2006

Vandinn við að vera Birna

Ég á við mjög nýstárlegt vandamál að stríða. Ok aðalvandamálið er ekkert mjög nýstárlegt, ég er ekki búin að vinna nóg í skólanum, sérstaklega ekki BA-ritgerðinni. Bara búin að hugsa voða mikið um hana. Þar liggur sumsé hundurinn grafinn, og þá á ég við nýstárlega vandamálið, ég er með of mikið af hugmyndum fyrir ritgerðina, hef ekki hugmynd um hvernig ég á að koma þessu niður í eitthvert samhengi. Tími ekki að sjá á eftir neinni hugmynd:) Þarf bara að hugsa aðeins meira um þetta!!

Seinnipartinn í dag er ég að fara á fund hjá vinstri grænum, ég er bara að fara af því að Þjóðbrók er að fara. Hef aldrei farið á neitt svona áður. Er tilbúin að vera á móti öllu því ég er svo mikið rebel. samt ekki...

Í gær fékk ég í hendurnar alveg undurfagra skó sem keyptir voru í Danaveldi. Mútta og Lea vissu eins og er að ég er einstaklega hrifin af öllu með hauskúpum á (reyndar held ég að langflestir viti það orðið) og lánuðu mér fyrir herlegheitunum. Þrátt fyrir peningaleysi verður maður að öðlast svona gripi. Vonandi tekst mér að setja inn myndina af skóm sem eru alveg eins nema að mínar hauskúpur eru hvítar.



Jæja, ætla að fara að koma mér í lærdómsgír enda ekki seinna vænna.

Monday, February 20, 2006

Hermikráka

Ég er greinilega á réttri hillu í lífinu (fyrir þá sem ekki vita þá er ég skráð í mannfræði og þjóðfræðiskor í félagsvísindadeild)

You scored as Sociology. You should be a Sociology major!

Anthropology

100%

Sociology

100%

Linguistics

75%

Journalism

75%

Psychology

75%

English

50%

Engineering

50%

Mathematics

50%

Biology

42%

Chemistry

42%

Theater

42%

Philosophy

25%

Dance

17%

Art

17%

What is your Perfect Major? (PLEASE RATE ME!!<3)
created with QuizFarm.com

4dagur

Jæja ég hef verið "klukkuð" tvisvar og það er víst kominn tími til að ég skelli þessu upp. Þetta er í boði Írisar og Margrétar

4 matarkyns sem ég held uppá.
*Áramótamaturinn í Hafnarfirði, purusteik og það verður að vera rjóma/epla salat með
*Kótilettur í grafarvoginum, ógeðslega óhollt en alveg hrikalega gott
*Humar í hvítlaukssmjöri að sjálfssögðu
*Pítsur, elska að velja eitthvað hrikalega gott ofan á, síðasta sem ég borðaði var með gráðosti, skinku, tómötum, hvítlauk, rauðlauk, cheddar ost og oregano (einnig þekkt sem florence!)

4 staðir sem ég hef unnið á.
*Landspítalinn við alveg fáránlega margt: í sérfæði (eldað fyrir ofnæmis- og anorexíusjúklinga), veisluþjónusta (þvílík ógrynni af heitu súkkulaði), uppvaskinu, kortaskrifstofu, mötuneytinu. Svo vann ég líka á Vífilsstöðum á Lungnadeild (ætti að skikka alla unglinga til þess, garanteað að þú reykir ekki eftir það)
*Dominos pítsa, Birna get ég aðstoðað
*Reyndi fyrir mér sem fóstra eitt sumarið. Komst að því að ég er ekki nægilega þolinmóð fyrir slíkt.
*Bæjarvinnan, eitt sumar sem flokkstjóri á Miklatúni. Ó ljúfa líf. Það var svo gott veður að oft vorum við að rúnta um á gólfbílnum að vökva blómin.

4 bíómyndir sem ég get horft á aftur og aftur.
*Billy Madison, ég get flutt heilu atriðin.
*Toy Story
*Nonni og Manni -eru það þættir eða mynd? Allavega ég horfði fáránlega oft á það sem krakki og gæti alveg hugsað mér að horfa á þetta aftur. sjá hvort ég hati Magnús enn jafn afdráttarlaust
*Pretty woman, fyrst ég er farin að rifja upp myndir sem ég horfði oft á. Einhver sagði mér að eftir að myndin kom út hefðu ótal stelpur flykkst út til að gerast hórur, trúðu því að e-ð gott myndi hafast upp úr því!

4 staðir sem ég hef heimsótt í fríi.
*Færeyjar, magnað frí sem ég fékk 2 einingar út úr
*Þýskaland, sennilega hafði ég einna mest gaman af bænum sem var dauður á sunnudegi þrátt fyrir að risastórt festival væri í næsta nágrenni. Hef ekki grænan um nafnið á bænum
*Portúgal, ljúf vika í chilli með Eyka
*Kópasker á hverju sumri frá 0-13 ára. Margt brallað þarþ (Hér gæti ég nefnt mikið fleiri en 4 staði, langar að bæta við Bretlandi í öll skiptin því þau voru öll frábær)

4 sjónvarpsþættir sem falla mér í geð.
*Oc, OMG það er að byrja þriðja sería í kvöld. Get varla beðið
*CSI Vegas, ég fýla Grissom
*Scrubs, ótrúlega góður húmor. Svo fer manni að finnast JD vera voða sætur ef maður horfir nóg á þetta.
*Prison Break, fyrir utan að vera ótrúlega, fáránlega spennandi eru þrír fáránlega heitir menn í þessum þáttum. Já, útlit skiptir mig máli í sjónvarpsþáttum, gríðarlega miklu máli.

4 staðir sem ég vildi helst vera á núna.
*ég er alveg sátt við að vera í tölvunni með Eyka sofandi rétt hjá mér, voða kósý stemmmning
*Útlönd, helst e-r staður sem ég hef aldrei komið á.
*Spila í Reykásnum
*Væri til í að vera komin upp í skóla, finnst leiðinlegt að keyra þangað

4 síður sem ég skoða oft -ekki blogg
*taflan.org
*mbl.is
*myspace.com
*kbbanki.is

4 bækur sem ég hef lesið oft.
*Hús andanna -heil veröld út af fyrir sig. (sama svar og Margrét en satt engu að síður)
*Folkloristics-kennslubók sem ég opna reglulega til að komast að einhverju, rifja upp eða vitna í
Kannski er ég klikkuð en ég les bækur yfirleitt bara einu sinni! Hef ekki lesið bók oft síðan ég var krakki!
*Maj Darling (hrikalega sorgleg unglingasaga)
*Dagbækurnar hans Dodda, stal þeim úr herberginu hennar Margrétar. Mjög skemmtilegar

Fjórir staðir sem ég hef búið á:
(vá má ég bara telja upp fjóra???)
*Arnarhraun 15, bjuggum nokkuð lengi þar, ég var allavega með eigið herbergi sem var mikill kostur
*Skaftahlíð 32, ein sú flottasta íbúð sem ég hef búið í. Leið alltaf mjög vel þar
*Kjarrberg 3, ég átti heima þar í 9-10 ár, nýtt met
*Álfaskeið, nefni það því ég man nokkra hluti þaðan. Meðal annars þegar ég var föst í eldhúsinu grátandi því ég hélt að margfætlan sem var á töltinu þarna inni, væri sporðdreki sem ætlaði sér að drepa mig.

Jæja þetta tókst á endanum, nú þarf ég víst að skora á fólk líka að fylla svona út.
Verst að ég held að allir sem ég þekki séu komnir með svona.
Prufa samt Leu og Eydísi aftur-ég vil sjá svona frá henni

Monday, February 13, 2006

Fullt tungl í dag

Jahérna hér, ég er veik. Eða eins og sumir segja down with the sickness.
Ég heyri uþb 1/4 af eðlilegri heyrn, það er glatað. Ég er ekki jafn neikvæð í dag og þessi skrif mín hljóma!
Helgin var nokkuð ljúf. Græddi peninga á föstudaginn og laugardaginn en vegna mikilla veikinda í vínbúðinni var ég beðin um að mæta. No problemo-alltaf til í að vinna mér inn aura. Er svo hrikalega dugleg að eyða þeim allavega.
Skellti mér í heimsókn á Njálsgötuna um föstudagskvöldið-vel heppnað í alla staði.
Svo brunaði ég austur til Verahvergis á laugardaginn í innflutningsteiti, ég skemmti mér ágætlega þar. Reyndar varð ég fyrir óþarfa áreiti af hálfu Margrétar. Þarna sat ég í makindum mínum að fylgjast vel með samræðum og hegðun ölvaðs lýðs þegar hún baunar á mig að ég megi alveg fara heim. Því miður var ég nýbúin að hugsa með sjálfri mér að ég ætti að fara að koma mér heim en þarna setti hún mig í félagslega klemmu og ég varð að vera lengur.
Svei Margrét!
Ég ákvað samt eftir ca 3 mínútur að fara bara samt. Ég var víst búin að vera nógu lengi til að vera ekki dónaleg þrátt fyrir að ég færi.

Heimsóknir eru flókið ferli.
Annars vil ég minna á það að í dag er víst fullt tungl, varið ykkur extra vel því á öllum hættum í dag.

Wednesday, February 08, 2006

Nokkuð skondið

Ég kann enn lítið sem ekkert á þessa síðu, ætla engu að síður að gefa hér upp link á frekar fyndna mynd. Þess má geta að ég veit ekkert hvaða maður þetta er, geri bara ráð fyrir að hann sé voða vinsæll. Virka svo

Tuesday, February 07, 2006

Fyrsta blogg

Ég gafst upp á hinu blogginu. Fullt af vírusum, ég sem hélt það væru bara svona margir að lesa þetta.
Gaman að breyta til líka... víú víú.
Kannski gef ég mér tíma einhvern tímann og set inn myndir og drasl.
Bless og takk
ekkert snakk