Wednesday, March 29, 2006

Engir álfar hér takk

Og eitt annað sem mig langar að koma á framfæri
Það að ég sé í þjóðfræði þarf ekki að þýða að ég trúi á álfa! En ég hef hinsvegar gaman af álfasögum, það er allt annað
Takk fyrir

Ice ice baby

Það merkilegasta við daginn í dag hingað til eru auglýsingarnar í morgunblaðinu. Ég er ein af þeim sem flettir mogganum afturábak, ég byrja sumsé aftast og enda á að lesa forsíðuna. Þegar að ég var næstum því komin alveg í gegnum blað dagsins í dag varð mér hugsað, vá, ég held þetta sé alveg fjórða icelandair auglýsingin sem ég sé! Það er greinilegt að athyglisgáfur mínar eru ekki mitt aktífasta svið, eða ég vona allavega ekki, því að á fremstu síðunni er þess getið að í blaðinu í dag séu bara auglýsingar frá flugleiðum. Jahá, þær eru sumsé aðeins fleiri en 4...
Mig langar alveg óskaplega mikið til þess að vita hvað þessi herferð kostar, hlýtur að vera alveg fáránlega dýrt

Í gær fór ég til læknis, enda komin með nóg af hori og öðrum pestarviðbjóð. Læknirinn náði að hemja sig og kallaði mig ekki aumingja, en ég sver að honum langaði til þess. ég er sumsé bara með inflúensu eins og allir aðrir og það er sko ekkert að mér í eyrunum þó mér sé illt í þeim. ég er að vona að ég "læknist" bráðum.

Annað markvert var að mamma og Biggi komu í heimsókn. Þau komu með fína stóla handa mér sem eru frá ömmu á Kópaskeri að ég held. Þar sem að ég átti hvorki kaffi né köku handa þeim hengdi mamma upp mynd fyrir mig.
Ég verð sennilega að kaupa kaffivél ef það heldur áfram að vera svona kalt heima hjá mér, en ofnarnir eru e-ð að mótmæla okkur og hitastigið er nokkuð lágt þessa dagana. Biggi var að frjósa og vill að við búum til ulllarsokka á kisurnar. Ef ég kynni að prjóna...
Í nótt dreymdi mig aðallega grýlukerti og snjó

Tuesday, March 21, 2006

Allir að fara á tónleika


Sumarbústaðaferðin heppnaðist ljómandi vel. Hörkustuð og fullt af nammi! Eitt það skemmtilegasta við ferðina var að finna bústaðinn. Það gekk eitthvað brösuglega hjá okkur. Það tókst þó að lokum eftir að við höfðum rúntað mikið í drullu og á misgóðum vegum. Eitt það fyndnasta sem við prófuðum var að fara yfir túnið hjá bóndanum. Guðný mundi allt í einu að hún er hrædd við hesta og hljóp skelfingu lostin frá þeim og á sama tíma gormaðist ég yfir hálft túnið því ég var að opna hlið/girðingu sem ég bjóst ekki við að væri svona vel strekkt.

Annars lítið að frétta. Stofan loksins tilbúin og svo er hljómsveitin Doomriders að spila í kvöld á Grand Rokk kl 21. Það kostar 1000 kr inn en það er ekki mikið fyrir eðal hljómsveitir eins og Doomriders, I Adapt, Myra og svo er ein hljómsveit í viðbót en ég man ekki hvaða hljómsveit það er.

Adios

Friday, March 17, 2006

Ég fer í fríið!


Já, það er komið að því. Eftir aðeins örfáar klukkustundir mun ég tölta hér upp stigana og út í bíl til Evu (ásamt sennilega fleirum) og við munum bruna af stað í Þjórsárdal.

Heil helgi bara með chickaz, þetta ætti að verða skrautlegt og skemmtilegt.
Að sjálfsögðu er búið að versla í dýrindis máltíð sem mun verða étin á laugardagskvöldinu. Annars eigum við eftir að gera stutt stans í Verahvergi að prófa Bónus þar. Ætli hún sé vinalegri en Bónus í Kópavogi? Reyndar fór ég einu sinni í Bónus í Njarðvík, hún var alveg eins og Bónus í Hafnarfirði. Mér fannst það frekar óþægilegt, gleymdi að ég væri í ylhýra Hafnarfirði þangað til ég kom út úr búðinni aftur. Einkennilegt að velja þessa leið, byggja eins hús og raða öllu eins inn í hana, en heyyyy það virkar kannski bara allt svona vel sem á uppruna sinn í Hafnarfirði??

Svo langar mig að koma með gátu svona í vikulokin:
Sá sem býr það til selur það
Sá sem kaupir það gefur það
Sá sem fær það veit ekki af því

Wednesday, March 15, 2006

Birna Jackson

Já ég hef stundum horft á þetta, en auðvitað bara af því að þetta er svo hrikalega mikil þjóðfræði.... ég er að meina það sko, ég hef ekki gaman af neinum nörda geimþáttum. Þetta próf var tekið svona aðallega fyrir Eyka. Ég hef grun um að niðurstöðurnar muni ekki koma honum á óvart.... Ég er svoddan nörd stundum
Heimsóknin á Bessastaði var ágæt, það var engin Dorrit svo hún fær bara 7 af 10

Your results:
You are Daniel Jackson


















Daniel Jackson
80%
Jack O'Neill
57%
Thor
52%
Samantha Carter
42%
Dr. Frasier
40%
General Hammond
20%
Teal'c
19%
A Goa'uld
16%
You are sensitive to the needs of
others and are a good communicator.
You always stand up for the little guy.


Click here to take the "Which Stargate SG-1 character am I?" quiz...

Tuesday, March 14, 2006

Birna á Bessastaði

Það er víst kominn tími á smá blogg, eða svo finnst mér. Verð að halda "aðdáendunum" ánægðum. Ho ho

Sá mér til mikillar ánægju að búið er að leggja fram þingsályktunartillögu (ég veit ekkert hvað það er í rauninni, ætti kannski að fá grunnkennslu í pólitík hjá Bjögga frænda!) um að ef fólk vill gefa líffæri verði það merkt í ökuskírteininu þeirra. Þetta finnst mér næstum því vera nauðsynlegt. Veit ekki hvað ég leitaði lengi að spjaldi í veskið mitt sem segir að ég vil gefa líffæri ef eitthvað kemur upp á. Reyndar gaf ég Eyka líka svoleiðis spjald. Jú jú hann fyllti það samviskusamlega út og allt, svo spurði hann stuttu seinna hvort ég væri í alvöru svona hrædd að ferðast með honum. Hafði ekkert spáð í að við vorum á leið út úr bænum saman í fyrsta sinn.

Á eftir fæ ég í fyrsta sinn að sjá innviði Bessastaða, Þjóðbrók er ásamt Kuml (félagi fornleifafræðinema) að fara að heimsækja forsetann. Ég veit ekkert hvað mun eiga sér stað þarna, svo spurði ég fyrir í morgun um hvernig maður ætti nú að vera klæddur fyrir svona herlegheit. Niðurstaðan var eins og ég hélt: hversdaglega. Eini gallinn er bara að mér finnst mín hversdagslegu föt ekki vera nógu Bessastaðaleg, svo ég valdi aðeins snyrtilegri hversdagsföt. Mjög ólíkt mér að vera með svona fatavesen, en ég greip mig um daginn að því að vera með blokkara í hönd að fjarlæga hár. Ég er greinilega að verða "kvenlegri"
Spennandi ekki satt? Hver veit nema ég fari í hæla einhvern tímann á næstunni.

Ég verð sumsé að viðurkenna að ég er örlítið spennt að sjá hvað fer fram á svona samkundum. Planið var að þykjast ekkert til þessa koma, en ég er grynnri en það virðist vera.

Svo vona auðvitað að Dorrit verði líka á staðnum, annars er reynslan bara ekki sú sama.

Tuesday, March 07, 2006

Wie geht es?

Funduð þið jarðskjálftann???
Þetta er í eitt af fáum skiptum sem ég finn jarðskjálfta þannig að ég er að reyna að "vinna" sem flesta í þessu. 17. júní skjálftarnir fóru allir fram hjá mér, ég fann einn sem var eitthvert kvöldið en ég vaknaði aldrei upp við neina. Svo ég hafði engar skjálftasögur að segja. Leiðinlegt að vera útundan:(
Reyndar kom Sigrún S. með þrusu hugmynd, og það er að safna skjálftasögum. Þó að það væri ekki nema bara frá skjálftahrinunni í júní 2000. Því miður gæti ég ekki tekið þátt í því verkefni vegna fyrrnefnds skjálfta leysis.

Nú get ég sagt ykkur af skónum mínum, ég er ekki í þeim í dag. Það er of blautt úti fyrir þá. Margrét vogaði sér að gera grín að þeim, fannst þeir vera heldur aumingjalegir fyrir 5000 kr. Ég er algerlega ósammála og nú er Margrét komin á listann: lélegar jólagjafir!

Í gær ákvað ég að vera dugleg og fór í leikfimi, sem er svosum ekkert fréttnæmt nema að eftir að hafa spriklað sjálf í klst ákvað ég að prófa e-ð sem heitir jógalates. Hugsaði sem svo að það gæti ekki verið svo ólíkt jóga. I WAS VERY WRONG! Mikið erfiðari æfingar
Ég dó hægt eftir því sem leið á tímann. Og ég er með 0 jafnvægi svo ég hef verið ágætis skemmtiatriði fyrir hinar kvensurnar í tímanum.
En ég er samt að hugsa um að fara aftur. Því ég er með fáránlegar harðsperrur í líkamanum, held ég hafi notað vöðva sem hafa aldrei verið notaðir áður. Svo er konan sem kennir þessa tíma svo dásamlega amerísk. Fyndnast þegar hún, með sykursætu amerísku röddinni sinni, skiptir allt í einu yfir í þýsku. Finnst það passa betur við erfiða leikfimi tíma að segja: EIN, ZWEI, DREI, en að segja: "you are looking great girls!"

Nú ætla ég að fara að borða gómsæta nestið mitt. Samloka með miklum osti og pepperoni. Nammi namm